Okkar eigin: Tapio Koivukari

„Það má taka eina litla smásögu úr stærra verki eins og skáldsögu og gera heilt leikrit um þá persónu eða atburði. Og það verður einnig að fylgja öðrum reglum í leikhúsinu, hvort sem það er frásagnarlistin sem nýtur sín í gegnum sögumann eða að samtöl á milli persóna sem drífa framvinduna áfram,” segir Tapio Koivukari rithöfundur og skáld sem Ísfirðingum er góðu kunnur. Hann flytur opnunarerindi höfundasmiðjunnar Okkar eigin, í sal Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í Edinborgarhúsinu kl. 21 á föstudagskvöld. Einnig verða smiðjurnar kynntar, en þær fara fram í Samkomuhúsinu á Flateyri um helgina og næstu helgar.

via BB.is – Frétt.