frà farandverkamanni
Hvernig líður mér?
Hvernig líður mér?
Ég sit og skrifa ástarbréf til þín á hverju kvöldi. Í huganum fyllast óteljandi möppur af yfirfullum skjölum; af sögum og heitum sem ég vildi að við strengdum og segðum til lengdar svo við gætum verið saman út í eilífðina án þess að nokkurntíman þurfa að hika eða staldra við og efast um hvað er raunverulega Það sem er.
Allt sem þú vilt það vil ég. En það að þú viljir mig ekki hlýtur að vera eitt það sárasta sem ég þekki. Þó ég vilji ekkert heitar en gangast við því í einu og öllu. Verði þinn vilji. Hann er minn. En ég þjáist samt í honum. Þrái oft að hann sé annars eðlis. Að hann kalli fram draumana sem ég veit þú hafðir. Áður en ég dansaði framhjá þeim öllum í von um að þig dreymdi stærra. En hvernig átti ég að vita að draumurinn um okkur yrði þar sem ég myndi enda. Án þín.
Að kynnast þér fyrst var æfintýri líkast og veröldin umturnaðist í tengingamynstur skapandi form sem mig hefði aldrei grunað. En þá elskaði ég byltinguna. Byltinguna sem ég vissi að myndi aldrei koma. Ekki án vopna, hver sem þau svo væru. Þú talaðir um mig eins og ég væri vopn. Og opnaðir upp gáttir sem ég átti ekki von á að byggju innan um allt sem virtist svo hversdagslega samsett. Nýtt sett af gleraugum til þess að horfa upp á allt með. En ég vildi nota þau til þess að horfa á byltinguna. Til þess að geta séð í gegnum hana. En þú varst hin raunverulega bylting. Allt hitt var ímyndin af þér umbreytt í líkneski alls þess sem ég hélt að yrði. Á meðan allt var einfaldlega til staðar.
Hvert er það farið? Hvernig getur þróunin haft það í för með sér að ég hellist úr lestinni sem keyrir áfram í átt að engu sem ég þarf. Nýja teina fyrir hvað og á ég að byggja þá? Alltaf nýjir. Þegar ég sé hvað þeir gömlu voru góðir. En núna afskráðir. Eða er það ég?
Ég bað þig að fara. Ögraði þér út í ystu æsar og fyrir hvað? Til þess að komast í áttina að því að vilja ekkert annað en að hafa þig hjá mér. Hverjum var refsað. Hvers vegna. Afhverju var allt sem við sömdum um svona. Svo villt en aldrei týnd. Eða hvað. Kannski vorum við það. Kannski var veruleikinn okkar aldrei neitt annað en ímyndun. Og þetta er raunveruleikinn. Alltaf án okkar. Ekki nokkur sköpuð leið fyrir okkur heldur önnur átt að. Óumflýjanlega. Án milliliða. Hvers eigum við að gjalda? Hvors annars? Er eitthvað tilboð á því?
Ég fór aldrei. En ég kom aldrei heldur. Aldrei alveg. Lét þig vera. Því ég vildi að þú fengir að vera. Án truflana.
Hvað finnst þér?
Ég elska þig
Ég elska þig
En hvaðan kemur þessi sársauki
Ó endur golden
Gullnar gæsir
Fokkt í flestum skjólum