Þýðing: Kristian Breiðfjörð

[án titils]


Þú skilur ekki
hve löng leiðin er til Ullern
fyrr en þú elskar einhvern þar

hve breitt
borð með morgunverði er
hálf dýna
hve
furðulega drjúgur
einn millimeter er

við
höfum ekkert pláss
fyrir aðskilnað
á milli okkar

Úr ljóðabókinni ‘Om hvor langt det er til Ullern’, Tiden Norsk Forlag, Oslo 2014.