Og ég var vélmenni sem var peð sem fórnaði sér fyrir drottningu
og hélt svo áfram að æsa sig á hliðarlínunni
sagði alla hluti umbúðarlaust
og kóngafólkið hékk á skákborðinu með vandlætingarsvip
og krosslagðar hendur, yfirlæti í svip – í tóni
ef það ávarpaði okkur, lýðinn yfir höfuð
því almenningur (sem er bara tölur á blaði) má ekki tala
– ekki tjá sig né hafa skoðanir
hvað þá vélmenni sem er ákvarðað, forritað, mótað og hefur ekkert vægi
tilfinningalaust drasl úr járni
beislað niður
til að þóknast öðrum
stráð í það fræjum efasemda, sáð fræjum ótta
tilfinningalaust drasl
Úr bókinni Vélmennadans.