Umsátur Grikkja um Tróju hefur staðið í sjö ár og allir að verða brjálaðir. Ekki síst Akkiles, sem er kominn í einhverskonar verkfall, húkir í tjaldi sínu með lagsmanni sínum og drepur tímann með því að hæðast að félögunum og bauki þeirra. Þegar Trójuprinsinn Hektor býðst til að ganga á hólm við hvern þann Grikkja sem þorir ákveða Ódysseifur og félagar hans í gríska herráðinu að nota tækifærið og hrista slenið af þessum sínum helsta kappa. Þeir mana því kjánann Ajax til að taka áskorun Hektors. Í Tróju er líka deyfð, og sumir á því að skila Helenu og segja þetta gott. Troilus, yngsti sonur Príams og Hekúbu, má ekki heyra á það minnst, enda rómantískur maður, nýástfanginn af spámannsdótturinni Cressidu, og fær hennar með hjálp Pandarusar frænda hennar. Að morgni fyrstu næturinnar saman er Cressida hinsvegar send yfir í herbúðir Grikkja, þar sem faðir hennar er liðhlaupi, í skiptum fyrir tróverskan kappa. Hún er strax umsetin grískum köppum og „verndari“ hennar Díómedes gerir sér dælt við hana. Troilus verður vitni að þeim aðförum þegar Trójuprinsar eru heimsókn hjá óvinum sínum í tilefni af einvígi Ajax og Hektors. Því lýkur án úrslita en í lokaorrustu verksins drepa menn Akkillesar Hektor á ódrengilegan hátt og misþyrma líki hans.
in all Cupid’s pageant there is presented no monster.
3.2.71
Í formála Helga Hálfdanarsonar að heildarútgáfu þýðinga sinna kallar hann Tóílus og Kressítu „fornsöguleik“. Af einhverjum ástæðum duttu mér strax í hug risaeðlur þegar ég las þetta kynduga orð fyrst. Hugsaði svo ekki meira um það, enda verkið ekki í þeim fimm bindum sem komin voru út þegar ég las formálann. Fjögur ár liðu þar til síðustu þrjú bindin komu loksins út og þetta merka þrekvirki skagfirska lyfjafræðingsins var fullkomnað.
Ég losna sennilega aldrei við risaeðlurnar úr hugrenningatengiboxinu. Hef samt ekki velt þessu orði fyrir mér síðan, en nú þegar ég les mér til um verkið í formála Davids Bevington fyrir Arden þá kvikna skilningsljós. Troilus and Cressida hefur frá upphafi fallið einstaklega illa að hefðbundinni þrískiptingu verkanna í gleðileiki, harmleiki og söguleiki. Jafnvel þó við bætum fjórða flokknum við og köllum Cymbeline, The Tempest, Pericles og The Winter’s Tale „rómönsur“, þá hjálpar það ekkert. Síður en svo – rómantík er kannski á dagskrá í verkinu en blóðvellirnir við Trójuborg eru ekki frjór jarðvegur fyrir svoleiðis. Sem vel má halda fram að sé einmitt erindi Shakespeares með risaeðluleikriti sínu.
Það var annars mjög gott að Tróílus og Kressíta kom loksins út á íslensku þegar það gerði það, 1991. Ári síðar sat ég við fjórða mann og skrifaði grínleikrit um Sturlungaöldina. Við lentum fljótlega í vanda með formælingar og blótsyrði. Miðaldaragn (um „kynvillu“) of einhæft og nútímabölv (um andskotann) út í hött. Og einhæft. Einhver hugljómun leiddi okkur að Helgaþýðingum og þar reyndist þetta nýútkomna verk dýrmæt uppspretta, enda vellur ógeðið upp úr Þersítesi, Patróklúsi og þeim öllum. Kynsjúkdómar, klám, rotnun og úrkynjun eins og hver vill. Best þó þessi óskiljanlega formæling:
Þú fordæmda öfundarkoffort!
sem er í frumtextanum
thou damnable box of envy,
5.1.24
og við stálum í heilu lagi og lögðum í munn Þuríði axarskaft á Hrakhólum. Og lifir það enn góðu lífi í munni reyndari Hugleikara og þeirra sem hafa umgengist það fólk. Þökkum Helga fyrir að þýða þetta litlausa „box“ hans Shakespeares svona skrautlega.
„Skrautlegt“ er ekki verra orð en hvað annað yfir útgáfusögu þessa leikrits, sem er full af ráðgátum og að því er virðist óþrjótandi uppspretta vangaveltna og samsæriskenninga.
Staðreyndinar eru helstar þessar: Árið 1603 er það skráð til útgáfu, en er ekki prentað fyrr en sex árum síðar. Það er í sjálfu sér ekki sérlega óvenjulegt, oft var svona skrásetning hugsuð sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn sjóræningjaútgáfum og leikhúsin höfðu almennt lítinn áhuga á að gefa út verkin sín meðan þau voru enn á dagskrá. Hitt er mun dularfyllra að 1609-útgáfan er til í tveimur gerðum. Skömmu eftir að að prentun hófst var forsíðunni breytt (með ærnum tilkostnaði) þannig að í stað þess að tala um að verkið hefði verið leikið við góðan orðstír í Globe (fyrri gerð) heitir það allt í einu að verkið hafi einmitt aldrei verið saurgað af sviðsetningu. Á þessu var hnykkt í formála sem skotið var inn á undan leiktextanum. Örfá eintök af fyrri gerðinni hafa varðveist, annars vissum við ekkert af þessum sviptingum.
Leyndardómar T&C halda áfram í heildarútgáfunni 1623. Þar er engu líkara en að fram á síðustu stundu hafi ekki staðið til að hafa það með. Verkið er ekki í efnisyfirlitinu og frágangur þess þar bendir til að setning og prentun hafi verið hafin þegar loksins var ákveðið að hleypa því inn. Enginn veit hvað veldur, en ein kenningin er sú að í verkinu séu dulbúnar myndir af valdataflmönnum síðustu ára Elísabetar, sem hafi jafnvel komið í veg fyrir að það væri sýnt, og enn hafi sumir þeirra haft þau ítök 14 árum síðar að ekki hafi þótt óhætt að prenta T&C nema með þeirra samþykki, sem hafi um síðir fengist.
Þarna er um að ræða brölt hertogans af Essex (en velgjörðarmaður Shakespeares, hertoginn af Southampton, var einn liðsmanna hans) sem á endanum var tekinn af lífi fyrir tilraun til valdaráns. Þeir sem sigruðu þetta stríð, feðgarnir Lord Bughley og Robert Cecil, eru taldir geta séð sjálfa sig í hinum útspekúleruðu Ulysses og Nestor í leikritinu.
Önnur kenning lýtur að því að Troilus and Cressida hafi mögulega verið hluti af „The War of the Theatres“, rapparalegri skáldasennu um aldamótin 1600, og þarna leynist m.a. skopmynd af kollega okkar manns, Ben Jonson.
Um ekkert af þessu verður neitt vitað með vissu, eitthvað hefur gengið á, svo mikið er víst. David Beavington, ritstjóri Ardenútgáfunnar, er varfærinn í ályktunum, en kollegi hans, E.A.J. Honigman er öllu djarfari í skemmtilegri ritgerð um málið:
What I do suggest is that the play was written shortly after the Essex crisis, and that its dangerous resemblance to recent events was not appreciated, or not fully appreciated, until it was ready for performance – at which point, when Shakespeare and his fellows asked themselves whether they might give offence, it was deemed prudent not to proceed.
Honigman spáir líka í þann möguleika að Shakespeare hafi planað framhaldsverk um Trójustríðin, og að við sjáum glampa af því verki í ræðunum um Príam og Hekúbu í Hamlet, sem og í ranti danaprinsins um slælegar viðtökur pupulsins á því verki.
Sjálft er Troilus and Cressida skrítið leikrit og erfitt að henda reiður á því. Þó að hending og utanaðkomandi atriði hafi stýrt því hvar T&C hafnaði í heildarútgáfunni þá er maklegt að það lenti milli tveggja flokka. Því hvað er þetta eiginlega fyrir nokkuð? Verkið uppfyllir tæpast inntökuskilyrðin í harmleiksflokkinn, söguleikirnir fjalla um England. Ef við viljum halda okkur við þrískiptinguna er kómedíuflokkurinn einna nærtækastur. Við getum til dæmis sagt að Troilus and Cressida sé rómantísk ástarkómedía með það erindi helst að draga í efa lífvænleika rómantískrar ástar. Það gerir verkið með því að sá þessari ást í jarðvegi þar sem hún getur ekki þrifist. Og að svo miklu leyti sem verkið er harmleikur grefur það á hliðstæðan hátt undan hugmyndinni um heiður og hetjuskap. „The possibility of heroism“ kallar Marjorie Garber viðfangsefni verksins, og hittir naglann á höfuðið. Einn þeirra a.m.k.
Því er ekki að neita að Troilus and Cressida er erfitt leikrit aflestrar. Þegar þarna er komið sögu er kliðmjúk stakhenda lýríska tímabilsins á undanhaldi og bebop síðari hluta starfsævi skáldsins að taka völd. Í formála kemur fram að hvergi sé að finna eins mörg ný orð og hér, þar á meðal góðan slatta af orðum og orðmyndum sem einungis er að finna í þessu leikriti. Alveg mögulega búin til af Shakespeare sjálfum, en, ólíkt mörgum nýyrðum hans, festu ekki rætur.
Þar á ofan bætist að stór hluti textans eru langar og tyrfnar ræðukeppnisræður án tilfinningalegs innihalds eða dramatísks skriðþunga. Grikkirnir rökræða hvort og hvernig þeir eigi að halda áfram þegar þeirra helsti kappi neitar að vera með. Trójumenn funda um hvort þeir eigi kannski að skila Helenu og kalla þetta gott eftir sjö ára umsátur. Hektor, þeirra helsti kappi og sennilega geðslegasta persóna verksins, mælir með því:
If we have lost so many tenths of ours,
To guard a thing not ours nor worth to us,
Had it our name, the value of one ten,
What merit’s in that reason which denies
The yielding of her up?2.2.21–25
En yngsti bróðir hans og titildrengur leikritsins má ekki heyra á þetta minnst. Troilus man sennilega lítið annað en þetta hörmulega ástand, en hann trúir líka heitt og innilega á hugsjónir riddara- og karlmennskunnar. Uppgjöf kemur ekki til mála.
I take to-day a wife, and my election
Is led on in the conduct of my will;
My will enkindled by mine eyes and ears,
Two traded pilots ‘twixt the dangerous shores
Of will and judgment: how may I avoid,
Although my will distaste what it elected,
The wife I chose? there can be no evasion
To blench from this and to stand firm by honour:
We turn not back the silks upon the merchant,
When we have soil’d them, nor the remainder viands
We do not throw in unrespective sieve,
Because we now are full.2.2.61–69
Sjónarmið Troílusar verða vitaskuld ofan á, og Hector er alvörukappi og gengur heilshugar til leiks þó hann hafi talað fyrir uppgjöf.
Líkingamál þeirra bræðra er sótt í verslun og viðskipti. Meira að segja sjálf riddaramennskan er lögð á vogaskálar víxlaranna í þessu leikriti, og það er alveg gegnumgangandi myndmál. Ásamt með kjöti, blóði, rotnun, sjúkdómum og óþef. Hér er grikkinn Diomedes að reka erindi í borg óvinanna. Paris heimskast til að spyrja hann um hvor þeirra Menalausar verðskuldi frekar Helenu:
DIOMEDES
Both alike:
He merits well to have her, that doth seek her,
Not making any scruple of her soilure,
With such a hell of pain and world of charge,
And you as well to keep her, that defend her,
Not palating the taste of her dishonour,
With such a costly loss of wealth and friends:
He, like a puling cuckold, would drink up
The lees and dregs of a flat tamed piece;
You, like a lecher, out of whorish loins
Are pleased to breed out your inheritors:
Both merits poised, each weighs nor less nor more;
But he as he, the heavier for a whore.PARIS
You are too bitter to your countrywoman.DIOMEDES
She’s bitter to her country: hear me, Paris:
For every false drop in her bawdy veins
A Grecian’s life hath sunk; for every scruple
Of her contaminated carrion weight,
A Trojan hath been slain: since she could speak,
She hath not given so many good words breath
As for her Greeks and Trojans suffer’d death.4.1.56–76
Riddaramennskan bíður síðan algert skipbrot í lokin þegar Achilles lætur menn sína vega Hector óvopnaðan í stað þess að ganga á hólm við hann sjálfur eins og riddarahugsjónin krefst.
Rómantíkin á líka undir högg að sækja í þessum heimi. Einnig hún virðist vera komin undir einhverskonar „markaðslausn“. Þó Troilus og Cressida séu innilokuð í sömu borg og engir sjáanlegir meinbugir á samdrætti þeirra virðist hann samt þurfa hjálp milligöngumannns, hins sérlega ógeðfellda Pandarusar.
Sjálf eru ástföngnu ungmennin að upplagi náskyld forverum sínum í þeim verkum þar sem ástin er í forgrunni. Troilus gæti verið úr hvaða ástargríni fyrri ára sem vera skyldi. Valetín, Rómeó, Lysander, Orlandó …
Og Cressida sömuleiðis í systrasamlagi með Rosalind, Beatrice og Portíu:
CRESSIDA
Words, vows, gifts, tears, and love’s full sacrifice,
He offers in another’s enterprise;
But more in Troilus thousand fold I see
Than in the glass of Pandar’s praise may be;
Yet hold I off. Women are angels, wooing:
Things won are done; joy’s soul lies in the doing.
That she beloved knows nought that knows not this:
Men prize the thing ungain’d more than it is:
That she was never yet that ever knew
Love got so sweet as when desire did sue.
Therefore this maxim out of love I teach:
Achievement is command; ungain’d, beseech:
Then though my heart’s content firm love doth bear,
Nothing of that shall from mine eyes appear.1.2.272–286
Hér er Rósalind:
ROSALIND
No, no, Orlando; men are April when they woo, December when they wed: maids are May when they are maids, but the sky changes when they are wives. I will be more jealous.As You Like It 4.2.154–157
Þó svo Cressida hafi sama skarpa skilning á gangi mála og gildi eiða drengjanna þá er komið element kaldrar hagkvæmnishyggju saman við. Aftur einhver markaðstorgshugsun, :
PANDARUS
… Do you know what a man is? Is not birth, beauty, good shape, discourse, manhood, learning, gentleness, virtue, youth, liberality, and such like, the spice and salt that season a man?CRESSIDA
Ay, a minced man: and then to be baked with no date in the pie, for then the man’s date’s out.PANDARUS
You are such a woman! one knows not at what ward you lie.CRESSIDA
Upon my back, to defend my belly; upon my wit, to defend my wiles; upon my secrecy, to defend mine honesty; my mask, to defend my beauty; and you, to defend all these …1.2.243–254
Aðallega er einlægni og raunsæi í fallegu jafnvægi hjá stúlkunni í senunum með Troílusi og Pandarusi.
TROILUS
Why was my Cressid then so hard to win?CRESSIDA
Hard to seem won: but I was won, my lord,
With the first glance that ever–pardon me–
If I confess much, you will play the tyrant.
I love you now; but not, till now, so much
But I might master it: in faith, I lie;
My thoughts were like unbridled children, grown
Too headstrong for their mother. See, we fools!
Why have I blabb’d? who shall be true to us,
When we are so unsecret to ourselves?3.2.112–121
Og svo morguninn eftir einu nóttina sem þau eiga saman:
Prithee, tarry:
You men will never tarry.
O foolish Cressid! I might have still held off,
And then you would have tarried.4.2.17–19
Þessi raunsæi skilningur Cressidu á stöðu mála – stöðu kvenna – fer langt með að skýra hversu auðsveip og eftirlát hún er Grikkjunum, eftir að hún hefur verið framseld þeim í skiptum fyrir Antenor, beint úr rúminu eftir sinn fyrsta ástarfund. Mér verður hugsað til Christiönu F í Dýragarðsbörnunum, sem var komin í vændið nokkrum dögum eftir fyrstu kynlífsreynsluna með kærastanum.
Erfiðara er að skilja af hverju Shaksespeare tekur ekki af skarið með að hún sé aðalpersóna verksins og gefur henni orð til að harma hlutinn sinn og réttlæta ákvarðanir sínar – að daðra við allt herforingjaráð Grikkjanna og svo hér um bil þýðast Díómedes og gefa honum tryggðapantinn sem hún fékk hjá Troílusi að skilnaði.
Það er eitthvað sérdeilis ófullnægjandi við síðari hluta leikritsins, og reyndar megnið af hermennskuþvaðrinu. Mér tekst allavega enganvegin að æsa upp í mér áhuga á brasi Ódysseifs, oflátungshætti Ajaxar, hroka Akkilesar eða þreytandi orðagjálfri um aldur Nestors. Það er helst að orðhákurinn Þersítes skemmti manni með sínum skrautlegu formælingum og skarpri sýn á ógeðið í kringum hann:
Here is such patchery, such juggling and such knavery! all the argument is a cuckold and a whore; a good quarrel to draw emulous factions and bleed to death upon. Now, the dry serpigo on the subject! and war and lechery confound all!
2.3.68–72
Og:
With too much blood and too little brain, these two may run mad; but, if with too much brain and too little blood they do, I’ll be a curer of madmen. Here’s Agamemnon, an honest fellow enough and one that loves quails; but he has not so much brain as earwax: and the goodly transformation of Jupiter there, his brother, the bull,–the primitive statue, and oblique memorial of cuckolds; a thrifty shoeing-horn in a chain, hanging at his brother’s leg,–to what form but that he is, should wit larded with malice and malice forced with wit turn him to? To an ass, were nothing; he is both ass and ox: to an ox, were nothing; he is both ox and ass. To be a dog, a mule, a cat, a fitchew, a toad, a lizard, an owl, a puttock, or a herring without a roe, I would not care; but to be Menelaus, I would conspire against destiny. Ask me not, what I would be, if I were not Thersites; for I care not to be the louse of a lazar, so I were not Menelaus! Hey-day! spirits and fires!
5.1.47–63
Já, þetta er nú fjári skemmtilegt. Og svo er mjög fyndið að Paris skuli kalla Helenu fögru „Nell“.
Heilt yfir kemur þetta ekki nógu vel heim og saman. Samt er þarna efniviður og samkvæmt Bevington naut verkið vaxandi vinsælda eftir því sem leið á tuttugustu öldina. Litríkir karakterar, óljós boðskapur og opnir túlkunarmöguleikar heilla, og hin síðari ár gengur túlkun leikritsins einkum út á að skýra ákvarðanir Cressidu, jafnvel rættlæta þær. Það er sennilega ekkert mjög erfitt, hún er klárlega leiksoppur að leitast við að hafa einhverskonar yfirráð yfir örlögum sínum. Þó heitstrengingar hennar gagnvart Troilusi séu afdráttarlausar þá eru þær hluti af hinum rómantíska leik sem hún virðist sjá í gegnum, en gengst engu að síður inn á. Það er þessi tvístígandi sem helst gerir verkið spennandi í mínum augum.
BBC-myndin frá 1981 er eina aðgengilega kvikmyndun verksins. Hún er alveg prýðileg. Flott umgjörð og skemmtileg smáatriði í útlitinu, t.d. skissur af Trójuhestinum á trönum í tjaldi Ódysseifs. Charles Gray er eftirminnilega ógeðslegur Pandarus og Suzanne Burden og Anton Lesser prýðilegir elskendur. Þá er mikil prýði af blinda dansaranum og látbragðsleikaranum Jack Birkett, aka The Incredible Orlando í hlutverki Thersites. Eins og Gollum í dragi. Frábær textavinna heilt yfir sem fer langt með að gera jafnvel hið versta torf skiljanlegt. Of sjaldan skemmtilegt samt.
Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra. Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis um hvert og eitt. Greiningu, gagnrýni, ágrip af fyrri reynslu minni af verkinu. Svona nokkurnvegin hvað sem mér dettur í hug út frá lestrinum. Starafugl birtir þessar ritsmíðar á föstudögum, meðan verk endast.