Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl

Að dreyma aldrei köngulær


Tíminn fellur saman milli vara ókunnugra
dagar mínir falla saman ofan í hola pípu
bráðum hrynur saman gegnt núna
einsog járnmúr
augu mín eru byrgð grjótrústum
smáklessa af sjónarhornum
máir út hvern sjóndeildarhring
í andrúmslausri nákvæmni þagnar
verður eitt orð til.

Þegar óspektarholdið var horfið
lá haustloftið að andliti mínu
hvasst og blátt einsog nál
en regnið féll gegnum október
og dauðinn verpti fordæmingu
í blóð mitt.

Lyktin af hálsi þínum í ágúst
skíragullsvír skreytir stríðið
allur afgangurinn liggur
villandi einsog bóndabýli
hinumegin í dalnum
sem hverfur eftir hádegi.

Dagur þrjú dagur fjögur dagur tíu
sjöunda skrefið
blæjuklædd gætt sem leiðir að gullbrúðkaupi mínu
eldfastur frípappír tættur
í tönnum ruplandi hunds
að dreyma aldrei köngulær
þegar brunaslöngunum var snúið að mér
hvellur úr ljósi.