Pappír til Ameríku
röflar lúgumaðurinn
restin eitthvað óskiljanlegt
hefur tekið tvöfaldar vaktir
alla vikuna
þá fyrsta alltaf á eyrinni
Pappír til Ameríku
svarta skipið tekur
tólf þúsund tonn
ef við lokum ekki
millidekkjum
heldur leggjum
tvöfaldan krossvið á milli
samskeytin á kross
prýðis dansgólf
fyrir lyftarann
Pappír til Ameríku
fyrir Vassingtún Póst
Nýju-Jórvíkur Tiðindin
og hvað þetta heitir nú allt saman
eyðiblöð fyrir Pentagon
ástarbréf
í Grænavík Villits
– hvernig ætli það gengi hjá Woody þetta sinn?
Pappír til Ameríku
fjórar rúllur í hífi
lyftireimar herðast
þegar leyst er úr læsingi
lúgumaðurinn gefur merki
kranastjórinn tekur í stöngina
sjötíu ár frá því
þegar köngull datt á jörðina
Pappír til Ameríku
svarta skipið
stímir yfir Norðursjó
striður straumur
í Pentlinum
af Atlantshafinu koma þær
lægðirnar
en útgerðin leyfir ekki
að nota suðurleiðina
Heima í hafnarknæpunni
á seinni vaktinni
er raðað bjórflöskum í röð
og aðrar sett í samskeytið
þér skuluð vita:
svona á að raða
þegar skipað er út
pappír til Ameríku