Frá stúdentamótmælum í Hamborg, 1968. Mynd: Wikicommons.

Ljóð


Stundakennari við Háskóla Íslands sækir
himinháan stafla af ritgerðum á þjónustuborðið í Gimli
og reynir að gleyma nóttinni þegar
hann reiknaði út að með þessu áframhaldi tekur það hann
nákvæmlega níutíu og sjö ár
að borga námslánin.