Ásta Fanney Sigurðardóttir (f. 1987) er spaðaásinn í geri íslenskra ljóðskálda; hörpuleikari, kántrísöngkona og myndlistarkona. Hún hefur gefið út bækurnar Herra Hjúkket og Vísnabók með CD (ásamt öðrum) – von er á tveimur nýjum bókum frá Ástu síðar í vetur (eða seinna), ljóðasafni og tilraunaskáldsögu – en annars einblínir hún á sviðs(ljóð)list. Ásta er einn af stofnendum Kunstschlager.