Jess, þetta sound, þessi rödd og þetta old school thrash metal brings me back. Ein af mínum fyrstu
plötum var einmitt samnefnd plata Bootlegs frá 1990. Platan Ekki fyrir viðkvæma byrjar með trukki, frá fyrstu mínutu er engin miskunn gefin. Bootlegs hafa algerlega sitt eigið sound og ólíkir öllu öðru sem gerist á senunni, laglínurnar, soundið og textasmíðin er algerlega þeirra eigin.
„Gervigleði er ógleði“ byrjar á inntalningu og BAMM, in you face – minnir að mörgu á leyti á hið
kraftmikla band Death Angel, flott riff og fyrsti gesturinn, Sigurður Gíslason, tekur sviðið með góðu
sólói.
Bootlegs hafa löngum verið mjög kómískir þrátt fyrir alvarlegann undirtón í textaskrifum
sínum og hér er enginn breyting á, „Fullur á Facebook“ textinn er léttur en ekkert er gefið eftir í
tónlistinni eða útsetningum. Hér gestar Þráinn Árni Baldvinsson í skemmtilegu sólói og þá
kemur thrash-kórinn sterkur inn, þar sem aukasöngvari/arar botna endana á setningunum og saman mynda þeir flottan thrashþunga á réttum stað í laginu. Nice work.
„Tribute to Thrash“ er flottur thrashslagari undir miklum Testament áhrifum, (sem líklega eitt af langlífustu thrash metal böndunum sem enn eru á fullum krafti). Það inniheldur líka geggjað old school
gítarsólo frá Sigurði Gíslasyni en kemur annars úr dálítið ólíkri átt – kemur satt best að segja svolítið á óvart hér í lagaröðinni.
Í laginu „Gjallarhorn“ sýna Bootlegs liðar okkur enn aðra hlið og minnir það lag mjög á
framsækna metal bandið Prong, gítarsoundið svoldið grófara og effektinn á röddinni gerir þetta eitt
mínum uppáhaldslögum á plötunni.
Fórnarlamb tískunnar finnst mér vera dálítið hálfklárað. Ég beið spenntur eftir að það hægðist á
laginu og sólóið byrjaði og svo… bara over, ég var farinn að hlakka svo til… en jæja. U cant have
everything.
í laginu „Kjörkassasvín“ er sungið „ekkert hefur breyst“ og ég verð að segja að hér hefur gítarriffið
ekkert breyst heldur, þetta er ofnotað riff, af mörgum hljómsveitum og hefði mátt missa sín af
plötunni.
Lagið „Roger“ er annað lag sungið á ensku, og finnst mér það gott en standa jafn mikið út af borðinu
og hið fyrra enska lag. Flott en kannski ekki mjög Bootlegs-legt, flottur Rob Zombie vocal og gott
riff en myndi kannski fíla sig betur á EP á ensku, eða sem bonus track.”
Í laginu „Haleluja“ á Þráinn Árni Baldvinsson frábært sóló, og cool sound á annars rólegu bassasólói.
flott track.
Mjög flott Stormtroopers Of Death tribute í laginu „SOD III“, geggjað power in you face. Become one of us!
„Ó Reykjavík“ er eina tökulagið á plötunni, það er flott útgáfa að gamla pönkslagaranum frá
Vonbrigði.
All in all, platan er kraftmikil, old school thrash plata, og þeir færa sig hvergi fjærri rótunum sem er
stærsti kostur plötunnar. Soundið er algerlega Bootlegs eins og við þekkjum þá. Einstaka hint hér
og þar í gamla meistara og fyrirmyndir sem mér finnst líka skemmtilegt að heyra. En að mínu mati
hefði heildarmynd plötunnar verið sterkari ef þeir hefðu höggvið meira úr prógramminu, og leyft
ensku lögunum og ábreiðunni að lifa á öðru platformi.