„Þetta er tilraun til að koma ljóðum í þessa „one click away“-menningu sem er ráðandi í dag,“ segir ljóðskáldið Birkir Blær Ingólfsson en hans fyrsta ljóðabók, Vísur, kemur út í dag á fréttavef Vísis í samstarfi við forlagið Meðgönguljóð.
„Þetta virkar þannig að fólk getur sótt forrit sem skiptir út athugasemdakerfinu á Vísi fyrir ljóð úr bókinni,“ segir Birkir. „Ljóðin birtast koll af kolli undir fréttum þar til bókin klárast og þá eyðir forritið sér sjálft og kommentakerfið snýr aftur.“