„Titill verksins, Turiya, er sanskrít og þýðir fjórði. Það vísar til upplifunar hreinnar vitundar, sem er skilgreint markmið margra hugleiðslukerfa. Fyrsta vitundarástand er hversdagsleg vökuvitund, síðan kemur draumsvefn og loks draumlaus svefn. Turiya er fjórða hliðin á veruleikanum, handan við hinar þrjár. Hún felur í sér einhvers konar sæluástand sem erfitt er að skilgreina með orðum. Tónlist Högna var tilraun til að gefa Listahátíðargestum innsýn í þetta vitundarástand.
Eftir smá stund af píanóhljómum tók við söngur sem var seiðkonulegur og tónar annarra hljóðfæra og klukkna sem bættust við voru hugvíkkandi.“
Jónas Sen skrifar um Turiya eftir Högna Egilsson via Vísir – Mávarnir görguðu á gúrúinn.