Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í tuttugasta sinn í Hörpu í kvöld. Verðlaun voru veitt í 24 flokkum og var hljómsveitin Mammút afar sigursæl. Plata sveitarinnar, Komdu til mín svarta systir, var valin plata ársins í flokknum popp og rokk og plötuumslagið það besta. Þá var lagið Salt með hljómsveitinni einnig valið lag ársins í sama flokki. Þess má geta að sérfræðingar Fréttablaðsins völdu plötuna einnig þá bestu árið 2013.