Viðskiptablaðið – Bókaflækjur Illuga

Það kom lítið á óvart að Félag bókagerðarmanna skyldi mótmæla hækkun á virðisaukaskatti á bókum á dögunum. Þetta er hluti af einföldun ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu og virðisaukaskattur fer úr 7 prósentum í 12. Bók sem kostar í dag 4.000 krónur með 7 prósenta virðisaukaskatti mun hækka í 4.187. Þetta er því hækkun upp á 187 krónur. Bókaútgáfan er vissulega mikilvæg og íslenskar bækur eru dýrar. Það skýrist þó að litlum hluta af virðisaukaskatti og verðhækkunin er í raun ekki veruleg. Það eru hlutir eins og lítill markaður og fjöldi útgefinna bóka sem skýra þetta háa verð á bókum. Því er hins vegar erfitt að breyta nema við náum að ættleiða alla þessa krúttlegu ferðamenn sem hingað koma.

via Viðskiptablaðið – Bókaflækjur Illuga.