Úthlutun þýðingarstyrkja 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingarstyrkja á íslensku, fyrri úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl.

Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku.

Eftirtalin verk hlutu styrk:

Styrkupphæð: 700.000

Bréfabókin eftir Mikhail Shishkin í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Útg. Bjartur.

Styrkupphæð: 600.000

Dear Life eftir Alice Munro í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Útg. Forlagið.

Saga Pelópseyjarstríðsins eftir Þúkýdídes í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Útg. Sögufélag.

Styrkupphæð: 400.000

Sensei no kaban eftir Hiromi Kawakami í þýðingu Kristínar Jónsdóttur. Útg. Bjartur.

Burial Rites eftir Hannah Kent í þyðingu Jóns St. Kristjánssonar. Útg. Forlagið.

Styrkupphæð: 300.000
La invención de Morel eftir Adolfo Bioy Casares í þýðingu Hermanns Stefánssonar Útg. 1005 (lögaðili: Kind útgáfa).

To the Lighthouse eftir Virgina Woolf í þýðingu Herdísar Hreiðarsdóttur. Útg. Ugla.

Yunost (Manndómsár) eftir Lev Nikolajevíutsj Tolstoj í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Útg. Ugla.

Úrvalsljóð (vinnutitill) eftir Shuntaro Tanikawa í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Útg. Dimma.

Eleanor & Park eftir Rainbow Rowell í þýðingu Mörtu Hlínar Magnadóttur. Útg. Bókabeitan.

The Enchantress – The Secrets of the Immortal Nicholas Flamel eftir Michael Scott í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Útg. Forlagið.

Bonita Avenue eftir Peter Buwalda í þýðingu Rögnu Sigurðardóttur. Útg. Forlagið.

Styrkupphæð: 200.000

Ala z Elementarza / Als das Ghetto brannte: Eine Jugend in Warschau eftir Alina Margolis-Edelman í þýðingu Jóns Bjarna Atlasonar. Útg. Hið íslenska bókmenntafélag.

Verses (úrval ljóða) eftir Adelaide Crapsey í þýðingu Magnúsar Sigurðssonar. Útg. Dimma.

L‘extraordinaire voyage du Fakir qui était resté coincé dans une armoire Ikea eftir Romain Puértolas í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Útg. Forlagið.

Isländische Volkssagen der Gegenwart, vorwiegend nach mündlicher Überlieferung gesammelt, und verdeutscht eftir Dr. Konrad Maurer í þýðingu Steinars Matthíassonar. Útg. Háskólaútgáfan ásamt Stofnun Árna Magnússonar.

Styrkupphæð: 100.000
De clementia eftir Seneca í þýðingu Hauks Sigurðssonar. Útg. Hið íslenska bókmenntafélag.

Bartleby the Scrivener – A Story of Wall Street eftir Herman Melville í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Útg. Þýðingasetur Háskóla Íslands.

La Fete de l‘insignifiance eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Útg. Forlagið.