Aðalfundur RSÍ í kvöld

Aðalfundur Rithöfundasambandsins verður haldinn í Gunnarshúsi í kvöld fimmtudaginn 8. maí kl. 20.00. Síðasti séns til að skila atkvæði vegna stjórnarkjörs er við upphaf fundar.

Dagskrá:

1. Skýrsla formanns
2. Skýrsla gjaldkera
3. Lýsing stjórnarkjörs
4. Kosning í inntökunefnd
5. Kosning félagslegra endurskoðenda
6. Tillaga stjórnar um árgjald 2015
7. Kosning heiðursfélaga RSÍ
8. Önnur mál

Í lok aðalfundar verða veittar árlegar viðurkenningar úr Fjölíssjóði RSÍ og boðið upp á léttar veitingar.

Athygli er vakin á að nú stendur yfir stjórnarkjör. Hægt er að senda atkvæðaseðilinn í pósti, setja hann inn um bréfalúguna í Gunnarshúsi eða koma með hann útfylltan og afhenda í upphafi fundar. Talninganefnd mun hefja störf eigi síðar en 20:15.