Ég var óvenjuléttur í (hljóð)spori þegar ég gekk til móts við hana, bjóst þægilega ekki við neinu (sem ég hef líklega lært af biturri reynslu) og var í alvörunni forvitinn og spenntur fyrir innihaldinu en U2 var fyrsta sveitin sem ég tók algjört æði fyrir og þessi barnslega eftirvænting rígsitur í manni . Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir voru textarnir. Tal um að platan sé persónuleg er ekkert gaspur út í loftið, lögin fjalla m.a. um móður Bono, stríðið í Írlandi, æskuárin í Dyflinni og fleira. Bono nær góðu heilli að snara upp sæmilegustu línum í þessum lögum og hann syngur af ákefð og einlægni. Hann stendur sig vel þar.
Arnar Eggert skrifar um umdeildustu plötu ársins via U2: Bitið í súrt epli? | arnareggert.is.