„Eitt af því sem ég furðaði mig á var áhugaleysi blaðamanna, áhugaleysi Rithöfundasambandsins, og það var áhugaleysi allra um þetta einkennilega hugtak. Og ég held því fram að það sé afskaplega mikil ritskoðun hérna en hún er vel dulin. Hún er fyrst og fremst sjálfsritskoðun sem hefur grafið um sig í leynum og á löngum tíma.“
Örstutt áminning, því ég var að rekast á þetta viðtal sem ég hef ekki áður séð: Það er í stuttu máli þrautseigju Þorgeirs Þorgeirsonar að þakka að Íslendingar mega yfirleitt tala um opinbera embættismenn. Það megum við frá því 1995.
Haukur Már Helgason vekur athygli á viðtali við Þorgeir Þorgeirson via Tjáningarfrelsið 20 ára | OK EDEN.