Sveinn Yngvi Egilsson: Skáld og rómantík

Nú­tíma­skáld­in, og þá á ég við skáld á 20. öld og fram á okk­ar daga, varpa svo lands­lag­inu inn á við og yrkja um hug­ar­heima. Þetta greini ég einna helst hjá Gyrði Elías­syni. Þá erum við kom­in í mjög hug­læga nátt­úru og kort­lagn­ingu sál­ar­lífs­ins út frá lands­lags­hug­tök­um sem er mjög for­vitni­legt fyr­ir­bæri. Um leið hef­ur Gyrðir, og ýmis önn­ur nú­tíma­skáld, mjög næma til­finn­ingu fyr­ir um­hverf­inu. Ljóðmæl­end­ur Gyrðis eru oft á gangi en gang­an er áber­andi fyr­ir­bæri í evr­ópskri róm­an­tík, og þetta út­fær­ir Gyrðir á sinn hátt. Hann er alls ekki hrein­ræktaður róm­an­tíker en mér finnst samt merki­legt að sjá hvað göngu­hefðin er sprelllif­andi í ljóðum hans.

Sveinn Yngvi Egilsson, höfundur bókarinnar Nátt­úra ljóðsins – Um­hverfi ís­lenskra skálda , spjallar við Kolbrúnu Bergþórsdóttur via Skáld og rómantík – mbl.is.