Tökum kiljur til dæmis. Af útsöluverði einnar kilju mun Ríkið taka 12% í virðisaukaskatt, það eru 360 krónur af 3.000. Höfundurinn fær 15% af heildsöluverði, 300 krónur af 2.000 – og greiðir síðan að sjálfsögðu tekjuskatt af þeim 300 krónum til ríkisins. En þó að við látum vera að taka tekjuskattinn inn í myndina þá blasir það við að af hverri seldri kilju fær ríkið mun meira en höfundurinn, sem fær langminnst af öllum — forleggjari og verslun fá mun meira.