Jónas Sen – Óþekkir sellóleikarar og mamma þeirra

Ég heyrði strengjakvartett skilgreindan á eftirfarandi hátt á sunnudagskvöldið: Fyrsta fiðlan er góði fiðluleikarinn, önnur fiðlan er lélegi fiðluleikarinn og víólan er fyrrverandi fiðluleikarinn. Sellóleikarinn er hins vegar maðurinn sem hatar fiðluleikarana.

Það var listrænn stjórnandi Rastrelli sellókvartettsins sem komst svo að orði á tónleikum í Listasafni Íslands á sunnudagskvöldið. Samkvæmt skilgreiningunni samanstóð kvartettinn þar af fjórum mönnum sem þola ekki fiðluleikara. Ástæðan fyrir hatrinu er sú að fiðluleikarar fá alltaf að spila safaríku melódíurnar á sinfóníutónleikum. Sellóin eru oftast í leiðinlega undirleikshlutverkinu. Það er óþolandi.

via Vísir – Óþekkir sellóleikarar og mamma þeirra.