Smjörfjall sögunnar: Fimmta föstudagslag: Ungmennin frá Ipanema

„Lagið er af hinni rómuðu plötu Getz/Gilberto frá 1964, en þar unnu Stan Getz og João Gilberto með António Carlos Jobim og kynntu bossanova-tónlistina fyrir bandarískum hlustendum. Astrud Gilberto söng tvö undurfögur lög á plötunni, The Girl from Ipanema og Corcovado. Hún hafði ekki mikla reynslu sem söngkona og það var hálfgerð tilviljun að hún skyldi syngja á plötunni. Almannarómur hefur viljað útskýra þátttöku hennar með ástarsambandi hennar við Stan Getz, en þótt hún sé óþjálfuð stendur hún fyrir sínu og ásamt eiginmanni sínum ljær hún lögum Jobim einmitt þann milda tón sem þau þarfnast. Platan Getz/Gilberto sló rækilega í gegn og er í dag talin með mikilvægari verkum bossanova-hefðarinnar.“

Kristín Svava Tómasdóttir skrifar um Garota de Ipanema / The Girl from Ipanema á Smjörfjallið – via Smjörfjall sögunnar: Fimmta föstudagslag: Ungmennin frá Ipanema.