Samlíðan í bókmenntum – Bókmenntaborgin

„Dagana 3. – 6. apríl 2014 verður haldin ráðstefna um samlíðan í bókmenntum á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á ýmsar hliðar samlíðunar út frá bókmenntum, tungumáli og samfélagi.

Fyrirlestrar eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir en þeir eru haldnir í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Aðalfyrirlesarar eru þau Dirk Geeraerts frá Leuven háskóla í Belgíu og Suzanne Keen frá Washington og Lee University í Bandaríkjunum. Erindin eru fjölbreytt og verður þetta áhugaverða efni skoðað frá ólíkum hliðum.“

via Samlíðan í bókmenntum – Bókmenntaborgin.