Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Selma Lagerlöf

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Selma Lagerlöf hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels fyrst kvenna árið 1909. Hér má sjá hana lesa stuttan bút úr skáldsögunni Charlotte Löwensköld fyrir leikkonuna Birgir Sergelius, sem var þá að fara að leika í kvikmynd gerðri eftir bókinni, með það fyrir augum að Birgit skilji persónu sína betur, en hún lék titilhlutverkið. Myndbandið er líklega frá árinu 1930.