Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Pearl S. Buck

Á morgun, fimmtudag, verður tilkynnt um nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum. Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Bandaríski rithöfundurinn Pearl S. Buck hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1938. Hér má sjá hana ásamt leikaranum Theodore Harris ræða við Merv Griffin um nýja bók sem þau skrifuðu saman – For Spacious Skies – kommúnisma (sem hún er lítið hrifin af) og góðgerðastarf þeirra Theodores í Kína og Japan, sem og eðli kínverja og asíubúa almennt. Líklega er óhætt að segja að viðtalið sé „barn síns tíma“, en það er skemmtilegt fyrir það.