Nóbelsverðlaunaniðurtalning: JM Coetzee

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Suður-afríski höfundurinn JM Coetzee hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2003. Hér ræðir hann um vinnuna og iðnaðinn að baki bókmenntum, fegurðina og það hvernig fanga megi heiminn. Síðan les hann örlítið á hollensku úr bókinni Age of Iron (með enskumt texta).