Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.
Síleski femínistinn og ljóðskáldið Gabriela Mistral var fyrsti suður-ameríski höfundurinn til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels, árið 1945. Ljóðið „La Espera Inútil“ („Beðið til einskis“) er hér lesið af Mariu Maluenda á spænsku (en enska þýðingu má finna hér).