Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.
Ernest Hemingway hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1954. Hér má sjá hann ræða verðlaunin við mjög sólgleraugnaðan herramann á Kúbu og mikilvægi landsins og þjóðarinnar (sérlega norðurstrandakúbana) fyrir bókmenntir hans, og þess að vera fyrsti „Cubano sato“ (sem mun þýða eitthvað á borð við „hver annar Kúbani“, með fyrirvara um spænskukunnáttu ritstjórnar) til að hljóta verðlaunin.