Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Elfriede Jelinek

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Leikskáldið Elfriede Jelinek hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2004. Hér að ofan má sjá kitlu fyrir leikrit hennar Die Kontrakte des Kaufmanns, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar – en sviðsmyndin er eftir Símon Birgisson.