með öðrum orðum: Kjell Westö hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Finnlandssænski rithöfundurinn Kjell Westö hlaut í kvöld Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Hagring 38 (ísl. Hilling 38). Sagan gerist í Helsinki árið 1938 og fjallar um eftirköst finnsku borgarastyrjaldarinnar, sem átti sér stað tveimur áratugum fyrr. Hægt er að hlusta á ítarlega umfjöllun Jórunnar Sigurðardóttur um bókina á vef Ríkisútvarpsins.

via með öðrum orðum: Kjell Westö hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.