Listaverk úr bókum

Þegar skapandi fólk kemur saman eða fær innblástur hvort frá öðru er aldrei að vita hvað getur gerst. Nemendur í myndmennt heimsóttu bókasafnið nýverið og fengu að velja sér ónothæfar bækur fyrir listaverk. Bækurnar eru orðnar gamlar og úreltar en krakkarnir gáfu þeim fallegt framhaldslíf með því að búa til skemmtileg bókverk.

via BB.is – Frétt.