Ég efast ekki um listræna sýn og hugmyndafræði þessa ágæta fólks. Mér finnst hins vegar athyglisvert að umræða innan geirans, á meðal listafólksins, snýst meira um markaðsfræði og kortagesti en hvaða listrænu möguleikar felast í þessum lausu stöðum. Það er kannski skynsamlegt og praktíst að hugsa á þessum nótum, það er þar að auki næsta víst að niðustaða stjórna Borgó og Þjóðleikhússins verði í samræmi við þær, en það er leiðinlegt ef við listafólkið sjálft leyfum okkur ekki að fantasera um mögulegar breytingar á hugmyndafræðilegu og listrænu landslagi geirans. Erum við orðin það hrædd við aðsóknartölur og misheppnað branding að við leyfum okkur ekki einu sinni að hugsa út fyrir miðjuna og skoða aðra möguleika og „nýjar“ hugmyndir sem felast á jaðrinum eða í öðrum kimum geirans?
via Leikhússtjórastöðurnar – Hvar er óskynsemin? | REYKVÉLIN.