KOK : OPNUN / ÚTGÁFUHÓF -Kristín Eiríksdóttir sýnir í Rennunni

Laugardaginn 25. októbber kl. 16.00 kl fagnar Kristín Eiríksdóttir útgáfu bókarinnar KOK sem kemur út undir merkjum JPV. Jafnframt opnar hún sýningu á teikningum í Rennunni og býður ykkur að koma við, þiggja léttar veitingar og hlýða á lestur úr bókinni.

Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Fyrsta bókin hennar Kjötbærinn, kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit Auðnin árið 2006 og Annarskonar sæla árið 2008. Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað tvö leikrit: Karma fyrir fugla ásamt Karí Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2013 og Skríddu sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2013.

Auk þess að sinna ritstörfum hefur Kristín tekið þátt í samsýningum og sett upp gjörninga í samstarfi við Ingibjörgu Magnadóttur, bæði hér heima og erlendis. Sögur hennar og ljóð hafa verið þýdd yfir á dönsku, þýsku og ensku. Kristín býr í Reykjavík.

via KOK : OPNUN / ÚTGÁFUHÓF -Kristín Eiríksdóttir sýnir í Rennunni.