Illugi Gunnarsson á Tectonics | RÚV

„Einn af fjölmörgum listamönnum sem fram koma á Tectonics er Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra en hann heldur einleikstónleika í Kaldalóni Hörpu, fimmtudagskvöldið 10. apríl klukkan 22. Hugmyndin að því að fá Illuga til liðs við Tectonics kemur frá Ilan Volkov sjálfum en eins og kunnugt er er Illugi Gunnarsson liðtækur píanóleikari og vakti meðal annars athygli á afhendingu Tónlistarverðlaunanna fyrir nokkrum vikum þar sem hann lék eigið verk á flygilinn í Eldborgarsal Hörpu en sá flutningur varð kveikjan að einleikstónleikum hans á Tectonics.“

via Illugi Gunnarsson á Tectonics | RÚV.

Uppfært: APRÍLGABB!