Þegar japanskar dömur kúka
í vinnunni
heyrist aldrei neitt
það heyrist aldrei neitt
sem minnir á fallandi kukk.
Það heyrist aldrei plask.
Það heyrist aldrei pling.
Það heyrist hvorki plask né pling.
Það er fátítt að dama kúki.
Það gerir uppeldið.
Það gerir aldagömul hefðin.
Þetta má lesa í viðskiptablaðinu
sem útlistar vandræði bossanna
og óþarfa notkun á vatni.
Þær japönsku fara saman á klóið
þær hlæja og brosa og láta sem ekkert sé
en fjandinn verður laus þegar ein kemst inn í klefa
og læsir að sér:
hún sturtar
og sturtar
og sturtar viðstöðulaust.
Og þetta gera þær allar:
Þær sturta við hvern kukk.
Þær kukka. Þær sturta.
Þær kukka. Þær sturta.
Og aldrei heyrist plask.
Og aldrei heyrist pling.
Það heyrist hvorki plask né pling.
Það heyrist aldrei neitt af kukknum.
Það heyrist aldrei neitt
af einmana kukk.
Aldrei heyrist neitt af einmana kukk.