Gagnrýni | Art and Craft (RIFF 2014) | Klapptré

Art and Craft er ekkert gríðarlega stílhrein mynd, hún er skotin á frekar einfaldan og dæmigerðan hátt á lággæða stafrænar myndavélar. En um leið er hún samt ekki þessi hefðbundna “talandi hausa” heimildarmynd. Það er gott flæði í henni og hún inniheldur nokkur flott “montage” með symmetískrum skotum af hverfinu sem Landis býr í, þannig að sjónræna hliðin er ekki alveg hunsuð. Í viðtalsatriðunum eru viðföngin einnig yfirleitt látin vera að gera eitthvað á meðan það talar frekar en bara sitja kjurrt og tala sem gefur myndinni smá líf.

via Gagnrýni | Art and Craft (RIFF 2014) | Klapptré.