„Hvað átti svo sem eftir að segja? Hvað hafði ég við samfélagsumræðuna að bæta? Það var búið að gera devised verk um hrunið. Meira að segja innan stofnanaleikhúsanna. Það var ekki búið að tala um nokkurn skapaðan hlut annan en þetta helvítis hrun síðan Geir H. Haarde dirfðist að segja: „Guð blessi Ísland.“ Hvað átti ég að gera? Tala um eldgos? Myndirnar í sjónvarpinu sögðu allt sem segja þurfti. Átti að tala um spillingu, barnamisnotkun eða helvítis krónuna? Ég var hætt að lesa blöðin því ég þoldi ekki að heyra eitt aukatekið orð um það meir og ég hafði enga löngun til að sjá listina tala um íslenskan ömurleika líka. Nei, takk. Má ég plís fara á söngleik heldur, þessi snara er á leið um hálsinn á mér.“
Kolbrún Björt Sigfúsdóttir skrifar innblásinn pistil á Reykvélina: Fullkomið andleysi og vonin um breytingar | REYKVÉLIN.