Framlag ritlistar 27 milljarðar á ári | RÚV

Í bókinni eru nokkrar tillögur um hvernig stjórnvöld geti eflt ritlist á Íslandi. Ágúst leggur til dæmis til að farin verði sama leið og í kvikmyndaframleiðslu, það er að að hluti kostnaðar við bókaútgáfu verði endurgreiddur. Í fyrstu yrði endurgreiðslan bundin við kennslubækur sem þarfnist sárlega uppfærslu. Þá leggur hann til að virðisaukaskattur á bækur verði lagður niður frá og með 2016, að framlög í bókasafnssjóði verði aukin og að lög um hugverkarétt verði uppfærð í takt við tímann.

via Framlag ritlistar 27 milljarðar á ári | RÚV.