Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV

„Mig grunar reyndar að svarið liggi því miður í þeirri staðreynd að af öllu því rugli sem er í gangi þessa dagana þá virki þetta léttvægt, algjört aukaatriði og auðvitað er það jákvætt í sjálfu sér að auknir fjármunir séu settir í fjársvelta menningarstarfsemi. Að minnsta kosti finnst mörgum okkar sem ættum einmitt að vera gagnrýna þetta, fjármunum vel varið sem renna þó til listamanna þessa lands. En tölum samt aðeins um þetta í alvöru, þá staðreynd að þarna eru pólitíkusar að taka ákvarðanir um hvaða tónlist skal ríkisstyrkt á sama tíma og mikið hefur verið fyrir því haft í fjöldamörg ár að stuðla að fagmennsku og gagnsæi í stjórnsýslu lista- og menningarmála.“

 

Berglind María Tómasdóttir fjallar um ríkisstyrki til lista: Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV.