„Ég hafði slitið öll tengsl við sjálfan mig“

„Ég hafði alltaf mikinn áhuga á reggítónlist þar sem ég tengdi alltaf við stemninguna. Ég man eftir því að þegar ég var á leið í leikskólann með mömmu spilaði hún kasettur með UB40 eða Black Uhuru á leiðinni. Ég söng alltaf með. Á unglingsárunum fór ég að fara svolítið inn í pönkið og út frá því fór ég að skilja betur tenginguna á milli reggí og pönksenunnar í Bretlandi. Þá fór ég aðeins að leika mér við að búa til hrátt reggí.“

via „Ég hafði slitið öll tengsl við sjálfan mig“ – DV.