Ása Helga: Breytum leiknum | Klapptré

Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona hélt hátíðargusuna svokölluðu á opnunarkvöldi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Ræðuna flutti hún á ensku en þar fór hún yfir hlutskipti kvenna í kvikmyndaiðnaðinum.

Ása Helga hefur gert tvær stuttmyndir síðan hún útskrifaðist úr námi og hyggst gera sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd á næsta ári sem hún byggir á bók Guðbergs Bergssonar, Svaninum.

Í gusu sinni kom Ása Helga inn á hlutskipti kvenna í hinum erfiða heimi kvikmyndalistarinnar. Meðal annars sagði hún frá því að það eru fjögur ár síðan kona leikstýrði kvikmyndin fyrir ríkisstyrk hér á landi.

via Ása Helga: Breytum leiknum | Klapptré.