Arngrímur Vídalín um Karítas

Andlegt ofbeldi er ríkjandi þáttur í samskiptum þeirra systra og alltaf er Karitas undirokuð, niðurlægð og höfð að engu. Raunar er persóna Bjarghildar svo einvíð í illmennsku sinni að það jaðrar við fáránleika. Hún er hreint út sagt ekki sérlega trúverðug persóna, þótt Vigdís Hrefna Pálsdóttir túlki hana eins ágætlega og efni standa til. Ofbeldið sem Karitas er beitt og þau sálrænu áhrif sem það hefur á hana er óhugnanlegt á að horfa.

via Óreiða á sviði – DV.