„Myndin býr til vissa mýtólógíu um eldinn sem er vel útfærð. Stephen tönglast á því að hann „þekki eldinn betur en nokkur annar, betur en pabbi“ og því muni „eldurinn aldrei ná“ honum. Donald Sutherland leikur íkveikjubrjálæðing sem spyr Brian hvort „eldurinn hafi séð“ hann þegar hann „tók föður“ hans. Robert de Niro segir eldinn vera lífveru, sem éti og andi og hafi sjálfstæðan vilja; það sé ekki eldsmaturinn sem stýri för hans, til að sjá við honum þurfi að þekkja hann. Þessar senur auka allar tilfinningu okkar fyrir persónunum, og sömuleiðis þá tilfinningu að í heimi myndarinnar þurfi maður að vera nett klikkaður til að sýsla við eld ef þetta er þankagangurinn. Þeir eru allir dálítið eins og Vincent D’Onofrio í CSI: Criminal Intent.“
Arngrímur Vídalín skrifar um bíómyndina Backdraft via Meistaraverk æskuáranna I: Backdraft – Bloggið um veginn.