Á dögunum bárust þær fréttir að forlagið Uppheimar væri hætt útgáfu. Ekki stærsta en eitt metnaðarfyllsta forlag landsins er hætt störfum. Forlag sem gaf út þýðingar á erlendum stórvirkjum og sinnti betur en aðrir því bókmenntalega markaðsskrípi sem stundum er kallað ljóðlist.