Myndlist vikunnar: Ekkisens í kjallaranum

ekkisens3Hvað er þetta Ekkisens?

Ekkisens er gamaldags blótsyrði sem amma þín ætti að kannast við og einnig nýtt sýningarými í Reykjavík.

Hvar er það til húsa?

Ekkisens er staðsett í gömlu kjallarahúsnæði á Bergstaðastræti 25B.

Hver sér um það?

Ég sé um það, Freyja Eilíf Logadóttir. Ég er nýbökuð myndlistarkona úr LHÍ.

Hvað eruð þið (þú) að pæla með því?

Kona þarf að búa til sín eigin tækifæri eftir útskrift til að halda sköpunarkraftinum logandi. Þarna verða myndlistarsýningar, bókaútgáfur og fleira í vetur. Hvað annað á eftir að koma í ljós.

Ekkisens verður formlega opnað með samsýningu 19 listamanna laugardaginn 4.okt kl. 17 en allir listamennirnir eru nýlega útskrifaðir úr myndlist. Sýningin fyllir út í hvern krók og kima og gefur gestum góða kynningu á þessum upprennandi hópi listamanna sem og hinu óhefðbundna sýningarými sem Ekkisens er.

Hér getur fólk skoðað þetta nánar

Facebook

Ekkisens

ekkisens4 ekkisens2