Um að girða


Ég held það hafi verið viljandi

að þú hafir ekki þurrkað þér í framan

þegar við fórum aftur út meðal vina okkar

 

safi minn situr eftir í skegginu þínu

og mér finnst það hot

 

og ég ímynda mér

ég myndi ábyggilega vilja vera kærasta þín

ef þú værir ekki svona mikill alki

 

og ég nenni ekki að bjarga þér

og þú minnir mig á pabba minn.