Þú hallar þér upp að konu þinni
í nærfataverslun á Laugaveginum á Tenerife:
Þið eruð stillimynd í óreiðu glaðværra sólbrenndra andlita.
Veitið hvor annarri skjól fyrir krefjandi tilboðum.
Svo, skyndilega
er hún hrifin frá þér.
Hverfur
eins og bæn
inn í vímu hins ágenga eðlileika.
Æðir um rekkana
einbeitt á svip
stansar svo snarlega
heldur á fjalli af þunnum nærbrókum
og segir hvassri röddu
í návist annarra ferðafélaga:
Kauptu nóg af þessum
svo hendirðu
obbanum af gömlu nærbuxunum þínum
þegar við komum heim.
Ljóðið er úr bókinni Fræ sem frjóvga myrkrið sem hlaut Maístjörnuna 2019.