Endurfundir


við hoppum saman í fossana
og finnum frelsið í frjálsu falli
og syndum í fullkomna indlandshafinu
með hákörlunum og regnbogunum
og sólin sest
og ég reyni að synda að henni
en næ henni aldrei
og veiðum okkur túnfisk í matinn
og stelum sykurreyr af ökrunum
til að narta í fyrir næringu
og látum lemja okkur
í nafni ástarinnar
og rommsins
og ég skola kjaftinn minn með hlandi
og sleiki rassgötin á öllum gömlu kellingunum
og anda að mér kakkalökkunum þar til ég fæ stjörnuhröp í munninn
og við þurfum aldrei aftur að sofa
því tunglið er diskókúla
afhverju enda ég alltaf
svona fokkt öpp á því
á þriðjudögum?

ég horfði í augun þín
og það var losti við fyrstu sýn
og ást við fyrstu kynni
og í fyrsta sinn
í meira en tvö ár
fannst mér ég finna fyrir einhverju
en þú elskar allan heiminn
og heimurinn er svo miklu stærri en ég
að ég á ekki séns
en það breytir engu
því þegar þið brosið til mín
hvort sem það er bara önnur ykkar
eða báðar
brosi ég líka
og meina það
til tilbreytingar

en þú ert norn
eins og hún
og ég veit það

þú sýndir mér báðar sálirnar þínar
og horfðir svo í augun mín í gegnum spegilinn
og sagðir mér að þú sæir engan glampa
og loksins skil ég
afhverju allir sögðu mér alltaf einu sinni
að ég væri með svo falleg augu
því núna sé ég glampan
glampan sem dofnar með hverju árinu
skipt út fyrir geðveikisdofann
en augun mín eru enþá falleg
þó þau glampi ekki lengur

en ég er broddgöltur
og þó að ég sé hlýr og mjúkur að innan
og mig langi til að knúsa þig alveg að mér
vill ég ekki stinga þig
óvart

svo ég ligg einn í húsbílnum
eldhúsið fullt af smokkum
og flaskan full af hlandi
og kakkalakkinn er kominn aftur í rúmið mitt
til að kúra
og ég sofna

ég sit á klósettinu
að taka þynnkuskituna
og allt í einu skella allar tilfinningarnar á mig
og ég fer að hágrenja
í fyrsta sinn
í tvö og hálft ár
því ég er svo
hræddur
og sorgmæddur
og þakklátur
og hamingjusamur
og öll þessi ást
er of mikil fyrir mig til að höndla
skeini mér svo
og þríf tárin framanúr mér

við kveðjumst
og þú kyssir mig
og segist vera ástfanginn af mér
eftir allt
þó þú segir það ekki með orðum
ég lofa þér að við munum hittast aftur
endurfundir
einhvern daginn
þó hvorugt okkar viti hvenær

ég vakna í flugvélinni
vitandi ekki hvar draumurinn hófst
og spyr mig
afhverju virðast alltaf allir vegir
liggja aftur til fokking Parísar?