Vísir – Fjallar um kynferðislega opinskáar myndir

Umfjöllunarefni fyrirlestrarins er að bregða upp mynd af þeim „líkamlegu hvörfum“ sem greina má í bandarískum framúrstefnukvikmyndum á sjöunda áratugnum og beinir sjónum að nokkrum lykilkvikmyndum tímabilsins. Nýútkomið rit Osterweil, Flesh Cinema: The Corporeal Turn in American Avant-Garde Film kannar nýstárlega framsetningu líkamans í tilraunakvikmyndum sjöunda og áttunda áratugarins. Þar er beint sjónum að kynferðislega opinskáum kvikmyndum Andys Warhol, Jacks Smith, Barböru Rubin, Stans Brakhage, Carolee Schneemann og Yoko Ono.

Þar er einnig varpað ljósi á hvernig tilraunakvikmyndin breytti ekki aðeins bandarískri sjónmenningu, heldur einnig lífi höfunda þeirra. Flesh Cinema tengir þessar kvikmyndir við réttinda- og kynfrelsisbaráttu tímabilsins og kannar með hvaða hætti stjórnmála- og þjóðfélagsumræða ljær þeim stöðugt nýja merkingu.

via Vísir – Fjallar um kynferðislega opinskáar myndir.