Vilja taka bækur sínar úr hillum bókasafna | RÚV

„Rithöfundar hérna hafa þurft að þola mjög mikla kjaraskerðingu. Nú síðast í vor alveg heiftarlega þegar Bókasafnssjóður höfunda var tekinn niður um ríflega helming,” sagði Kristín Helga og kvað þetta hafa mikil áhrif á höfunda. Þeir fá greitt fyrir útlán bóka sinna úr Bókasafnssjóði. Eftir niðurskurð í vor fá þeir 17,85 krónur fyrir hvert útlán og hefur sú upphæð lækkað úr 37 krónum. „Sú tala sem liggur að baki í Bókasafnssjóði er einhvers konar geðþóttaákvörðun hjá stjórnvöldum. Þetta er svolítið eins og þið mynduð mæta í vinnuna ein mánaðamótin og það væri búið að ákveða að borga ykkur bara helminginn af laununum af því að það væri svo sem ekki til neitt mikið meira. Það varð þarna hrun og svona.”

Rætt við formann RSÍ, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur via Vilja taka bækur sínar úr hillum bókasafna | RÚV.